Læknaeiðurinn
Í dag skrifaði ég undir læknaeiðinn. Ég skrifaði nafn mitt í bók frá árinu 1932 og þar sem flestir íslenskir læknar hafa ritað nafn sitt undir stytta útgáfu af læknaeiðinum. Fremst í bókinni stendur:
kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna.
Það var mjög gaman að fletta nokkrum blaðsíðum í bókinni og setja sig örlítið í spor svo margra ungra manna og kvenna sem hafa áður verið í okkar sporum eitt sinn en sem nú eru vel þekktir sérfræðingar á sínu sviði. Öll hefjum við göngu okkar með nokkrum skrefum.
Hippókratesareiðurinn, eða læknaeiðurinn eins og hann er einnig kallaður, er siðferðilegur leiðarvísir fyrir lækna sem snýr aðallega að því að áminna þá um að óvirða ekki sjúklinginn, að þeir bregðist ekki trúnaði hans og komi eins fram við alla, óháð kyni eða kynþætti.
Það er mikill heiður að vera búin að sverja þennan eið og þannig virða mörg þúsunds ára gamla hefð.
4 Comments:
At 16 júní, 2007 21:18, Nafnlaus said…
innilega til lukku!!
At 18 júní, 2007 16:12, Nafnlaus said…
Til hamingju með áfangann!!
At 18 júní, 2007 23:00, Nafnlaus said…
Takk takk :)
At 20 júní, 2007 10:12, Nafnlaus said…
Enn og aftur til hamingjur ;* :)))
Skrifa ummæli
<< Home