mínar dömur og herrar ....

Thank you! I'm glad to see that everyone made it out tonight. I can't believe you found tickets. So a guy walks into a bar with a pig under his arm.....

2007/02/13

Halló halló kaeru vinir

Hér í svíaríki er mikid gaman. Kuldinn ekki eins skerandi lengur og thad koma meira ad segja dagar thar sem madur fyllist af vori i hjartanu. Núna er barnaefni i sjónvarpinu Bulibompa sem ég man eftir frá thví ad ég var lítil en sem ég hef ekki séd sídan Gudjón Reykdal horfdi á thad sem barn. Undanfarnir dagar hafa einkennst af leti. Föstudaginn sídastlidinn voru stelpurnar Eva og Hjördís bádar í burtu fyrir helgina en ég skellti mér á skilakvöld med nokkrum íslendingum. Maria kom meira segja til Hjärup til thess ad saekja mig, ótrúlegur lúxus. Ekki nóg med thad heldur baud mér einnig í heimalagadann mat! Seinna komu svo Benni og Íris og Áskell og Elva og vid spiludum og skemmtum okkur konunglega. Vid Íris vorum saman í lidi og unnum baedi spilinn sem var ekkert leidinlegt. Um naestu helgi verdur einnig gott um íslendinga hjá okkur. Baedi Harpa og Hjölli og Gógó, Gudbjörg og Heida eru öll á leidinni í heimsókn. Ég hlakka ekkert smá mikid til. Annars er ekki laust vid smá kvída fyrir thví ad thessum tíma hérna í sudur Svíthjód sé ad ljúka. Lífid er ordid of gott. Farin ad fíla yoga tímana mína, samstarfsfólkid og kvöldin. Í kvöld aetlum vid ad elda saman og Hjördís er á leidinni í straetó. Á bordstólnum er ljúffeng kjötkássa á franska vísu og piparmintu eftirréttur. Eva paeja er í Sviss á skídum, vid hugsum til hennar!

Mínar bestu kvedjur og kram til ykkar allra!
Magga Dís

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home