mínar dömur og herrar ....

Thank you! I'm glad to see that everyone made it out tonight. I can't believe you found tickets. So a guy walks into a bar with a pig under his arm.....

2007/01/23

Harðsperrur og hitaljós

Veturinn er kominn til Hjärup. Það er samt ekkert kallt ef maður kveikir á tíu hitaljósum og situr undir teppi. Mér er samt farið að finnast það aðeins of kallt til þess að vera að skokka í myrkrinu hérna á kvöldin svo í gær gafst ég upp og keypti mér kort í Gerdahallen þangað sem allir stúdentarnir fara. Það lá við að ég hafi fengið víðáttubrjálæði inni í íþróttasalnum. Er þegar búin að mæta í tvo jógatíma og er í skýjunum yfir því, þessir tímar eru æði. Er búin að planera funk tíma á morgun, nafnið hljómaði eitthvað svo vel. Eftir þessa tvo tíma sit ég hérna með harðsperrur og strengi undir fótunum. Undir fótunum af því að maður er berfættur í jóga.

Vorum í Stockhólmi um helgina. Stelpurnar gistu hjá Söndru vinkonu hennar Hjördísar og við Cornelia gistum hjá Klöru. Á laugardeginum fórum við svo í æðislega þyrluferð. Tilfinningin að vera í þyrlu er sérstakari en ég bjóst við, svona rétt eins og maður hangi í snúru eða eins og einhver haldi á manni. Mjög gaman. Petter flaug vélinni og talaði við flugturnana og allt :)Ekkert smá flott. Takk fyrir flugið! Við meira að segja rétt sluppum á milli storms og snjókomu!


Helgina þar áður fórum við til Holte í Danmörku og fengum að láni hús sem frændi hennar Evu á. Þar lifðum við kóngalífi og æfðum okkur í leikfimi. hmmm myndirnar skýra sig sjálfar.


Á morgun erum við að byrja á 2 daga ATLS námskeiði. Gaman gaman.

2 Comments:

  • At 28 janúar, 2007 00:24, Anonymous Nafnlaus said…

    Vá, ekkert smá gaman hjá þér! Maður þyrfti kannski að fara að drífa sig í jógatíma;)Og þyrluflug! Þetta er ekkert smá ævintýri! við erum farin að sakna þín ótrúlega mikið hérna heima... Hlakka til að heyra meira frá þér! Stórt knús!!

     
  • At 28 janúar, 2007 21:25, Anonymous Nafnlaus said…

    Sakna ykkar geðveikt!!!

     

Skrifa ummæli

<< Home