South Luangwa National Park
Í Zambíu var gaman. Það var þar sem flóðhestarnir syntu í lauginni okkar, risaslöngurnar voru drepnar fyrir utan húsið okkar og það var þar sem maður svaf við hljóðið í flóðhestum. Myndin er tekin þegar við stoppuðum fyrir Sundowner í garðinum. Við vorum mikið í sjálfum garðinum, vöknuðum klukkan fimm á morgnanna og komum heim til að hvíla okkur yfir miðjan daginn til þess að fara út aftur og vera fram yfir myrkur og leyta dýranna með kastara. Með okkur í ferðina komu Ulf, sem er að vinna við alnæmisrannsóknir í Suður Afríku, Peter sem var að vinna sjálfboðastarf á Kamuzu Central Hospital þar sem við vorum á barnadeildinni en hann er skurðlæknir frá Manhattan. Með okkur í ferðinni voru svo fjórir skotar, þeir Barney, Jack, Guy og Will sem voru að útskrifast úr lögfræði og viðskipafræði og í því tilefni að ferðast frá Cairo til Bangkok gegnum Afríku og ætluðu svo að enda í Rússlandi. Þetta var æðislega gaman og frábær endir á góðu ferðalagi.
Í Zambíu var gaman. Það var þar sem flóðhestarnir syntu í lauginni okkar, risaslöngurnar voru drepnar fyrir utan húsið okkar og það var þar sem maður svaf við hljóðið í flóðhestum. Myndin er tekin þegar við stoppuðum fyrir Sundowner í garðinum. Við vorum mikið í sjálfum garðinum, vöknuðum klukkan fimm á morgnanna og komum heim til að hvíla okkur yfir miðjan daginn til þess að fara út aftur og vera fram yfir myrkur og leyta dýranna með kastara. Með okkur í ferðina komu Ulf, sem er að vinna við alnæmisrannsóknir í Suður Afríku, Peter sem var að vinna sjálfboðastarf á Kamuzu Central Hospital þar sem við vorum á barnadeildinni en hann er skurðlæknir frá Manhattan. Með okkur í ferðinni voru svo fjórir skotar, þeir Barney, Jack, Guy og Will sem voru að útskrifast úr lögfræði og viðskipafræði og í því tilefni að ferðast frá Cairo til Bangkok gegnum Afríku og ætluðu svo að enda í Rússlandi. Þetta var æðislega gaman og frábær endir á góðu ferðalagi.
2 Comments:
At 15 apríl, 2007 11:39, Nafnlaus said…
hann heitir að vísu Guy en ekki Gay... en hverjum er ekki sama ;)
Góðir dagar!
At 15 apríl, 2007 15:11, Nafnlaus said…
hmmm, já ætli það sé ekki rétt að breyta því... takk!
Skrifa ummæli
<< Home