Tímamót
Það er svo spes á þessu kandidatsári að vera alltaf að skipta um vinnustað. Kannski er það ennþá skrítnara að vera ekki að byrja í skólanum. Ég er bara að halda áfram að vinna. Haustið eins og sumarið. Engin klár skil. Bara þessi mánaðarlega prufa á því hversu mörg ný nöfn er hægt að læra á sem stystum tíma (aka byrja á nýrri deild). Var að klára síðustu vaktina mína á deildinni minni núna og er að fara í 4 daga helgarfrí (já ég er ekkert að grínast) og byrja svo að vinna á nýjum stað... ekki í skólanum. Finnst þetta bara alveg fáránlega skrítið að vera ekki að byrja í skólanum. Meira að segja þegar ég sat á trukknum í safarí síðasta vor datt sú fluga í hausinn á mér að læra frönsku og svei mér þá ef ég setjist ekki bara aftur á skólabekkinn þetta haustið og láti verða af því að byrja að lesa frönsku í haust. Eða spænsku... eða pólsku... eða ...
Ps. er einhver sem þekkir hvar þessi mynd er tekin? (verðlaun í boði)
7 Comments:
At 31 ágúst, 2007 11:54, Nafnlaus said…
Fyrsta gisk er þingvallavatn.
At 07 september, 2007 10:14, Nafnlaus said…
nebb
At 07 september, 2007 16:42, Nafnlaus said…
Er þetta við ána/sjóinn hjá Borgarnesi?
kveðja, Abba
At 08 september, 2007 11:19, Nafnlaus said…
Och inte lövön? skulle kunna vara där vi badade...fast ser ju ut som kvällsljus, och inte var vi där på kvällen?!
ringer dig imorgon. har tusen frågor.
kram
At 17 september, 2007 12:55, Nafnlaus said…
Spennan er óbærileg.... ;)
Hvar er þetta?
At 17 september, 2007 23:02, Nafnlaus said…
Já það er komið rétt svar....
Það er tekið frá Lövön.
Cornelía þú vinnur ís... með dýfu.
knús
At 18 september, 2007 07:05, Nafnlaus said…
I alvöru?!! Hihi!! Cant wait.
Skrifa ummæli
<< Home