Eldhúsið
Ég tók mig til og hélt smá matarboð. Búin að bjóða nokkrum vinum og finna uppskrift hjá Jamie Oliver. Leist vel á eina þar sem stóð að rétturinn væri kjörinn fyrir veislur því hann mætti í raun bæði vera of og vansoðinn en væri samt góður. Það stóð samt hvergi að hann væri bestur glóðarsteiktur en ég ákvað að vera með smá nýjungar í matargerðinni og bauð upp á eldsteiktan lax í eldhúsinu mínu og var bara nokkuð stolt af tilbrigðunum...
Matreiðslan endaði sem sagt á því að ég glæddi réttinn öðru bragði og heitara...
og ég þakka kærlega snöggum viðbrögðum gestanna að maturinn ekki hafi orðið ennþá meira spennandi.
Ég tók mig til og hélt smá matarboð. Búin að bjóða nokkrum vinum og finna uppskrift hjá Jamie Oliver. Leist vel á eina þar sem stóð að rétturinn væri kjörinn fyrir veislur því hann mætti í raun bæði vera of og vansoðinn en væri samt góður. Það stóð samt hvergi að hann væri bestur glóðarsteiktur en ég ákvað að vera með smá nýjungar í matargerðinni og bauð upp á eldsteiktan lax í eldhúsinu mínu og var bara nokkuð stolt af tilbrigðunum...
Matreiðslan endaði sem sagt á því að ég glæddi réttinn öðru bragði og heitara...
og ég þakka kærlega snöggum viðbrögðum gestanna að maturinn ekki hafi orðið ennþá meira spennandi.
2 Comments:
At 22 júlí, 2007 15:08, Eva said…
Maturinn var algjör snilld hjá þér, sérstaklega þegar maður sá matreiðsluaðferðina með eigin augum.... ég hlakka þvílíkt til að koma í næsta matarboð til þín.... verður erfitt fyrir þig að toppa þetta ;).
At 22 júlí, 2007 19:22, Nafnlaus said…
tíhí já það er alveg satt, það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að hafa svona óvænt skemmtiatriði ...
Skrifa ummæli
<< Home