mínar dömur og herrar ....

Thank you! I'm glad to see that everyone made it out tonight. I can't believe you found tickets. So a guy walks into a bar with a pig under his arm.....

2005/08/12

Bókahillur og blómapottar

Það er tilefni til tilkynningar að ég hafi loksins drifið í því í dag að kaupa tvennar bókahillur og get þannig losað alla króka og kima sem eru farnir að fyllast af bókum. Ég fór með Sirrý og mömmu í Ikea í dag og hefði sennilega keypt hálfa búðina af einhverju drasli með þeim rökum að ég gæti hugsanlega notað þetta einhverntíman ef þær hefðu ekki hamið kaupæðið mitt og takmarkað það við tvennar hvítar bókahillur og tvo hvíta blómapotta.

Sirrý er að æfa sig fyrir fyrirlesturinn sem hún er að fara að halda á morgun og ég er búin að vera að hlusta á hana æfa enskuna á meðan ég hef verið að dúlla mér við að þrífa eitt og annað í íbúðinni á meðan, afskaplega notalegt kvöld hjá okkur.

Ég áttaði mig á því í dag þegar ég var spurð hvað ég ætlaði að gera um helgina að það er sennilega afar langur tími síðan ég hef haft svona óskipulagða helgi, ég varð nánast hissa þegar ég áttaði mig á því hversu lítið hún var skipulögð. Ég held að það verði alveg ágætis tilbreyting. Það verður spennandi að sjá hvernig hún verður.

Reyndar þarf ég náttúrulega að setja saman bókahillurnar mínar... er þegar búin að umpotta blómunum... sjáum til.

kv. Magga Dís

2 Comments:

  • At 13 ágúst, 2005 13:11, Anonymous Nafnlaus said…

    Magga!!!!!! til hamingju með hinar langþráðu bókahillur :). En bíddu nú við ha þú með kaupæði í Ikea getur ekki verið ;). Anyways aftur til hamingju og góða helgi!

     
  • At 31 ágúst, 2005 22:59, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk sömuleiðis :)

     

Skrifa ummæli

<< Home