Það er komið myrkur
Það hvíslaði því lítill fugl að mér í dag að það væri farið að kólna í veðri, svo er víst að það komi alltaf haust eftir sumar. Haustin eru samt afskaplega misjöfn og þegar ég rifja tilbaka undanfarin haust sitja þau eftir í minningunni sem ný upplifun að hverju ári. Nýjar upplifanir sumarsins breytir skynjunina af komandi hausti. Ég fann einmitt fyrir þessu í dag eins á sama hátt og mér leið fyrir ári síðan en samt alls ekki eins.
Ég kíkti inn í bókavörubúð í dag, mér vantaði eina litla plastmöppu og ætlaði bara að skjótast inn og fannst það því frekar spaugilegt þegar þessi snyrtilegi jakkafataklæddi maður bauðst til þess að aðstoða mig... við val á plastmöppu nota bene... hlæjilega góð þjónusta :)
Það er komið myrkur úti og það er ró yfir Reykjavík. Haust.
Það hvíslaði því lítill fugl að mér í dag að það væri farið að kólna í veðri, svo er víst að það komi alltaf haust eftir sumar. Haustin eru samt afskaplega misjöfn og þegar ég rifja tilbaka undanfarin haust sitja þau eftir í minningunni sem ný upplifun að hverju ári. Nýjar upplifanir sumarsins breytir skynjunina af komandi hausti. Ég fann einmitt fyrir þessu í dag eins á sama hátt og mér leið fyrir ári síðan en samt alls ekki eins.
Ég kíkti inn í bókavörubúð í dag, mér vantaði eina litla plastmöppu og ætlaði bara að skjótast inn og fannst það því frekar spaugilegt þegar þessi snyrtilegi jakkafataklæddi maður bauðst til þess að aðstoða mig... við val á plastmöppu nota bene... hlæjilega góð þjónusta :)
Það er komið myrkur úti og það er ró yfir Reykjavík. Haust.
4 Comments:
At 20 september, 2005 12:15, Nafnlaus said…
Mikið sem þú ert rómantísk! :)
PS:Ætlarðu ekki að kíkja til Viktoríu annað kvöld?
At 20 september, 2005 21:04, Nafnlaus said…
Rómantík segir þú... þetta er allt spurning um túlkun lesandans...;)
Ég ætla endilega að reyna að komast til Vikký :)
At 21 september, 2005 17:38, Nafnlaus said…
Hehe - eða eitthvað ;) Það getur allavega enginn neitað því að þetta var einstaklega ljóðræn setning í lokin hjá þér!
Sjáumst í kvöld! :)
At 22 september, 2005 19:55, Eva said…
KLUKK!!!
Skrifa ummæli
<< Home