mínar dömur og herrar ....

Thank you! I'm glad to see that everyone made it out tonight. I can't believe you found tickets. So a guy walks into a bar with a pig under his arm.....

2006/01/06

Blessuð og sæl öllsömul

Ég er ennþá fyrir norðan en er hætt að vinna. Núna er það bara að pakka og þrífa og drífa sig suður á morgun. Reyndar líst mér ekkert á flugveðrið... sjáum til.
Þetta er búið að vera algjört ævintýri og vægast sagt óvenjuleg jól. Ég er líka komin með voðalega fallega og myndarlega bauga undir bæði augun. Ég get alla vegana sagt að ég hafi unnið fyrir þeim. ;)´
Þrettándinn í dag og síðasti dagur jóla. Svei mér þá hvað tíminn liður hratt. Jólin bara búin í dag. Ég veit bara ekki alveg hvað ég á að segja. Orðlaus.
Jólin á Akureyri... ég fékk nú soldið af gestum og eins og einhver sagði þá væri alltaf gaman að uppgötva það svona annað slagið að maður ætti slatta af vinum ;) Takk fyrir komuna og skemmtunina gott fólk. :) Heiða og Jói komu og héldu með okkur litlu áramót og Eva og Hjördís hörkuðu af sér jarðböðin við Mývatn sem voru reyndar afskaplega misheit. Þegar við fórum ofaní fengum við öryrkjaafslátt vegna hitastig baðsins... okkur leist reyndar ekkert svo vel á það... verður maður þá öryrki á eftir eða hvað var málið? Maður hefði kannski bara átt að biðja um að fá að greiða fullt verð?
Ég má náttúrulega ekki gleyma sjálfum aðfangadegi sem við héldum hátíðlegann inni á kaffistofu á slysadeild FSA ! Ég hefði aldrei trúað því að það væri hægt að skapa jólastemmningu með nesti inni á kuldalegri kaffistofu en það bara tókst frekar vel ef ég má segja sjálf frá ;) Bara stórlukkað. Viðurkenni samt að ég hugsaði nú sterkt heim allt kvöldið ;) Ég kíkti svo í eftirrétt til Gullu frænku sem á heima á Akureyri og kyssti alla gleðileg jól. Tókst meira að segja að fá Gullu með mér í miðnæturmessu sem var náttúrulega bara stemmning.
Svo bý ég með tvennu skemmtilegu fólki, strák frá Amsterdam og stelpu frá Manchester. Bæði svona á svipuðum aldri og þetta er bara mjög gaman hjá okkur. Ég held meira að segja að við höfum ekkert rifist um uppvask... en það er reyndar varla að marka því ég hef ekkert verið heima hjá mér...
Í gær pöntuðum við unglæknarnir saman pitsu og þá var ákveðið að við stelpurnar myndum mæta í pilsum í dag og strákarnir með bindi... og mér tókst að mæta í pilsi... þetta er bara voðalega hátíðlegur svona síðasti dagurinn í vinnunni / síðasti dagur jóla / ég er að fara á morgun dagur. :)

Alltaf versnar vindurinn, þetta er sennilega bara að verða hörku stormur... ætli maður komist ekki suður með vélinni á morgun? Ævintýrin ætla aldrei að taka enda...
Hlakka til að sjá ykkur öll :)
sjáumst heil og sæl og gleðilegt nýtt ár
kv. Magga Dís

4 Comments:

  • At 06 janúar, 2006 20:00, Anonymous Nafnlaus said…

    Hlakka til að sjá þig á morgun, þá verður sko SPJALL. Það hefur margt breyst hér í borginni á þessum tíma. Til að nefna er ég buin að henda öllum treflunum mínum og hef tekið upp gælunafnið Swingzenegger. Sjáumst á morgun :)

     
  • At 07 janúar, 2006 18:33, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir Akureyrardvölina! :)

    ...henda treflunum? öllum??? hmmm... ;)

     
  • At 09 janúar, 2006 09:45, Anonymous Nafnlaus said…

    Hey, did you see us on the national news on Sunday? By mistake we burned 1 square kilometer. Today I gonna face the rest of the FSA, should be fun concidering the drama of last weekend (Kaffi Akureyri).
    Take care and I´ll see you in the weekend of 20th.
    Bless, Daan.

     
  • At 12 janúar, 2006 22:11, Anonymous Nafnlaus said…

    já :) sömuleiðis öllsömul :)

     

Skrifa ummæli

<< Home