mínar dömur og herrar ....

Thank you! I'm glad to see that everyone made it out tonight. I can't believe you found tickets. So a guy walks into a bar with a pig under his arm.....

2006/01/26

The bliss of beeing

Í dag vorum við að ræða tilgang lífsins. Hefur þú velt því fyrir þér hver er tilgangur lífsins og enn frekar hefur þú komist að niðurstöðu?
Annars ætlaði ég líka að segja frá smá skondnu í dag... í gær vorum við Sirrý að tala um hvað það var langt síðan við höfðum heyrt frá Vedran, vini okkar frá Prag. Það var ekkert smá gaman í dag að fá sms og átta sig á því að við vorum að horfa á handboltaleikinn í beinni útsendingu í sitthvorum endanum á Evrópu ! Leikurinn fékk einhvern veginn allt aðra þýðingu. Minnir mig einnig á það hvað tæknin getur verið frábær... um daginn fann ég eina æskuvinkonu mína frá Svíþjóð sem ég hafði ekki heyrt frá í mörg ár, á msn!

3 Comments:

  • At 27 janúar, 2006 10:32, Anonymous Nafnlaus said…

    Já, þetta var engin smá tilviljun. Töluðum um að við hefðum ekkert heyrt frá Vedran frá því við komum heim, og DAGINN EFTIR sendir gaurinn sms! Ætli við séum í Truman show, Magga?

     
  • At 27 janúar, 2006 14:09, Anonymous Nafnlaus said…

    Tíhí - og þið sem hélduð að ég væri AlvÖrU vinkona! Múhahaha ;)

     
  • At 27 janúar, 2006 17:37, Anonymous Nafnlaus said…

    Já og mánuði eftir að ég nefndi eitthvað svona síðast þá gerðist það líka !!! (djók, ok daginn eftir er ef til vill ekki svo mikil tilviljun...)

     

Skrifa ummæli

<< Home